Pilturinn fundinn

mbl.is

Drengurinn sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði á miðvikudagskvöld, Leif Magnus Grétarsson Thisland, er fundinn. Björgunarsveitir fundu lík piltsins í ánni um miðjan dag í dag.

Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum. Aðstandendur hans voru upplýstir, sem og norska sendiráðið á Íslandi.

Nú rétt fyrir klukkan 15:00, var lögreglan upplýst um að björgunaraðilar á vettvangi væru búnir að ná líkinu upp úr ánni og var það flutt til Akureyrar með þyrlu.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra vill þakka öllum viðbragðsaðilum sem að þessari leit komu fyrir umfangsmikið og óeigingjarnt starf við mjög erfið leitarskilyrði.

mbl.is