Vinir heiðruðu minningu Leif

Fallegur kross lýsti upp myrkrið á Heimakletti í minningu Leif.
Fallegur kross lýsti upp myrkrið á Heimakletti í minningu Leif. Ljósmynd/Trausti Eyjafréttir

Falleg sjón blasti við Eyjamönnum þegar þeir litu til norðurs á Heimaklett í kvöld. Nokkrir vinir Leif Magn­úsar Grét­ars­sonar This­land sem lést af slysförum í Núpá tendruðu kerti sem mynduðu fallegan kross til minningar um vin sinn. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta. 

Félagarnir Snorri Rúnarsson, Arnar Gauti Egilsson og Hafþór Hafsteinsson lýstu upp myrkrið í minningu hans.   

mbl.is