Fálkaungi er í fóstri hjá forseta Íslands

Kría, en svo heitir þessi fálkaungi, er að skríða saman …
Kría, en svo heitir þessi fálkaungi, er að skríða saman eftir góða aðhlynningu og ekki bar á öðru í gær en vel færi á með henni og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

„Unginn er allur að braggast enda í hlýju skjóli hér. Hér vorum við að gefa fuglinum svartfuglsbringu og næst fær hann hreindýrslifur og -hjarta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Fálkaunga, kvenfugli, fataðist flug á túninu við Bessastaði á öðrum degi jóla og gerði krunkandi hrafn atlögu að honum.

„Kría er gæfur fugl og nær sér vonandi fljótt.“
„Kría er gæfur fugl og nær sér vonandi fljótt.“ mbl.is/Árni Sæberg

Friðbjörn B. Möller, umsjónarmaður fasteigna á forsetasetrinu, sá hvað verða vildi, bjargaði köldum og hröktum fálkanum og kom fyrir í hlýju gróðurskýli.

Fálkaunganum hefur verið gefið nafnið Kría og í gær litu þeir Guðni forseti og Friðbjörn til með henni og gáfu í gogginn. Ósk fuglafræðings er að fálkinn verði í fóstri á Bessastöðum fram yfir nýárið.

„Kría er gæfur fugl og nær sér vonandi fljótt,“ sagði Guðni þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom við á Bessastöðum í gær.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Friðbjörn B. Möller, umsjónarmaður fasteigna á forsetasetrinu, sá hvað verða …
Friðbjörn B. Möller, umsjónarmaður fasteigna á forsetasetrinu, sá hvað verða vildi, bjargaði köldum og hröktum fálkanum og kom fyrir í hlýju gróðurskýli. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »