Dregið hefur úr ökuhraða

Aukið eftirlit er hugsanlegur áhrifaþáttur minnkandi ökuhraða.
Aukið eftirlit er hugsanlegur áhrifaþáttur minnkandi ökuhraða.

Dregið hefur úr meðalökuhraða yfir sumartímann á hringvegi samkvæmt skýrslu umferðardeildar Vegagerðarinnar á ökuhraða á þjóðvegum 2004-2018. Mældist hann 92,6 km/klst árið 2018 sem er lægsta tala frá upphafi mælinga 2004.

Meðaltal V85-hraða, þ.e. þess hraða sem 85% ökumanna halda sig innan við, virðist einnig fara lækkandi og er nú einnig með því lægsta sem mælst hefur. Þetta staðfestir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar, en hún segir að ekki sé hægt að fullyrða hver skýringin á lækkuninni sé og telur hana vera samspil margra þátta. Telur hún þó líklegt að aukið myndavélaeftirlit lögreglu sé einn áhrifaþáttanna.

„Það skiptir miklu máli að þó að lækkunin sé lítil þá getur þetta haft mjög jákvæð áhrif á umferðaröryggi,“ segir Auður í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert