90 þús kr. leiðrétting og framlag í félagssjóð

Kjaravetur. Ríkið og sveitarfélögin eiga enn ósamið við mikinn fjölda …
Kjaravetur. Ríkið og sveitarfélögin eiga enn ósamið við mikinn fjölda félaga opinberra starfsmanna og ASÍ-félög. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýgerður kjarasamningur Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga gildir frá 1. janúar sl. en samkomulag náðist um sérstaka 90 þúsund kr. leiðréttingu vegna afturvirkni samningsins, sem kemur til útborgunar 1. febrúar.

Einnig var samið um svokallaðan félagssjóð „sem virkar þannig að launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í félagsmannasjóð sem nemur 1,5% af heildarlaunum starfsmanna. Greiðsla úr sjóðnum fer fram 1. febrúar ár hvert. En fyrsta greiðsla úr sjóðnum kemur strax til útborgunar 1. febrúar næstkomandi og verður sú upphæð 61.000 kr. fyrir fullt starfshlutfall,“ segir í umfjöllun VLFA um samninginn.

Samtals muni því starfsmenn í fullu starfshlutfalli fá 151.000 kr. greiddar út 1. febrúar fyrir afturvirkni og þennan nýja félagssjóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »