Senda nemendur heim vegna forfalla

Börn eru víða send heim ef kennari forfallast vegna veikinda.
Börn eru víða send heim ef kennari forfallast vegna veikinda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, segir að skólastjórnendur þurfi að grípa til þess örþrifaráðs að senda nemendur heim ef kennarar forfallist. Það sé afleiðing þess að rekstrarliðurinn forfallakennsla sé ekki fjármagnaður nægilega vel.

„Það er gert þó að skólaskylda sé og lögboðið að nemendur fái forfallakennslu í veikindum kennara sinna. Ástandið er því grafalvarlegt í skólakerfinu,“ segir Örn í samtali við Morgunblaðið.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir vandann vera tvíþættan. Annars vegar dugi fjármagn ekki en hins vegar geti reynst erfitt að manna forfallakennslu.

„Almennt má segja að skólar fái fjárveitingar til að standa straum af kostnaði vegna forfallakennslu í skammtímaveikindum. Það er fjárveiting sem nær yfir allt árið. Það geta komið upp tilvik þar sem sú fjárveiting dugar ekki til að mæta kostnaði vegna veikinda,“ segir Helgi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert