Fangar til Hollywood

Sjónvarpsserían Fangar hefur verið seld til Hollywood.
Sjónvarpsserían Fangar hefur verið seld til Hollywood.

Sjónvarpsserían Fangar er fyrsta íslenska serían sem verður endurgerð í Hollywood, en rétturinn var nýlega seldur þangað, að sögn Unnar Aspar Stefánsdóttur, leikara og eins framleiðanda Fanga.

Unnur greinir frá þessum tíðindum í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina, sem út kom í dag.

„Stærsta verkefnið mitt hingað til er Fangar, sem var áratug í vinnslu, en við Nína Dögg Filippusdóttir unnum það saman, ásamt frábærum hópi fólks. Og það er gaman að segja frá því að nú erum við heldur betur að uppskera. Það er búið að skrifa undir samning og er þetta fyrsta íslenska serían sem er endurgerð í Hollywood,“ segir hún og brosir út að eyrum.

Unnur segir málið enn á frumstigi og segist enn ekki vita hvort íslenska teymið komi að seríunni á einhvern hátt erlendis.

„Það er allt opið. Þetta er rosa stórt! Mjög stór nöfn koma að þessu sem við megum ekki greina frá strax. Og þetta sem byrjaði bara sem hugmynd þegar við Nína vorum að láta okkur leiðast í fæðingarorlofi!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »