Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

App­el­sínu­gul viðvör­un tek­ur gildi á Breiðafirði, Vest­fjörðum, Strönd­um og Norðurlandi …
App­el­sínu­gul viðvör­un tek­ur gildi á Breiðafirði, Vest­fjörðum, Strönd­um og Norðurlandi vestra, Norður­landi eystra og miðhá­lend­inu seint í kvöld og spár gera ráð fyr­ir suðaust­an­stormi með rign­ingu eða mik­illi slyddu og hlýn­andi veðri. Kort/Veðurstofa Íslands

Von er á suðaustanstormi með rigningu seint í kvöld. Storminum fylgja hlýindi og vatnsagi verður í þéttbýli og vegir sumir flughálir þegar leysir. 

Aðstæður geta því orðið varasamar „og í lengstu lög ætti að forðast ferðalög í nótt og fyrramálið, sérstaklega á langleiðum og yfir fjallvegi,“ segir í athugasemd frá veðurfræðingi hjá Vegagerðinni. 

Fólk er sömuleiðis beðið um að ganga úr skugga um að frá­veitu­kerfi virki sem skyldi til að forðast vatns­tjón.

App­el­sínu­gul viðvör­un tek­ur gildi á Breiðafirði, Vest­fjörðum, Strönd­um og Norðurlandi vestra, Norður­landi eystra og miðhá­lend­inu seint í kvöld og spár gera ráð fyr­ir suðaust­an­stormi með rign­ingu eða mik­illi slyddu og hlýn­andi veðri.

Auk þess taka gul­ar viðvar­an­ir gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi og Faxa­flóa í kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert