Von á rigningu, hláku og stormi

Útlit fyrir rigningu og hláku í kvöld og nótt og …
Útlit fyrir rigningu og hláku í kvöld og nótt og flughálka getur myndast þegar blotnar á svelli eða þjöppuðum snjó. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Veður verður aðgerðalítið á landinu í dag en í kvöld og á morgun er útlit fyrir rigningu og hláku. 

App­el­sínu­gul viðvör­un tek­ur gildi á Breiðafirði, Vest­fjörðum, Strönd­um og Norður­landi og miðhá­lend­inu seint á laug­ar­dags­kvöld. Spár gera ráð fyr­ir suðaust­an­stormi með rign­ingu eða mik­illi slyddu og hlýn­andi veðri.

Auk þess taka gul­ar viðvar­an­ir gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa, Aust­ur­landi og Suðaust­ur­landi annað kvöld. 

„Við Nýfundnaland er nú 958 mb lægð og færist hún ákveðið til norðurs í dag og tekur stjórnina á veðrinu hjá okkur í kvöld. Þá fer að hvessa, þykkna upp og hlýna. Í nótt er útlit fyrir sunnanstorm eða -rok með talsverðri rigningu, en eins og svo oft í þessari vindátt er von á minni úrkomu norðaustan til á landinu. Á morgun snýst í suðvestanhvassviðri eða -storm og áfram vætusamt veður og hitinn á bilinu 5 til 10 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Leysingar- og regnvatn þarf að komast leiðar sinnar og þarf því að ganga úr skugga um að fráveitukerfi virki sem skyldi til að forðast vatnstjón. Flughálka getur myndast þegar blotnar á svelli eða þjöppuðum snjó. Þegar einnig er hvass vindur eru aðstæður til aksturs mjög varasamar, segir í athugasemd veðurfræðings.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert