Tillögu Sjálfstæðisflokks vísað frá

Frá borgarstjórnarfundi fyrr í dag.
Frá borgarstjórnarfundi fyrr í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fallið verði frá skerðingu á þjónustutíma leikskóla Reykjavíkur var vísað frá á fundi borgarstjórnar í dag. Hart var tekist á um málið á fundinum en eins og víða hefur komið fram hefur meiri­hluti skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkt að stytta starfstíma leikskóla um hálftíma.

„Illa ígrunduð tillaga“

Sem fyrr segir sneri tillaga Sjálfstæðisflokksins að því að fallið yrði frá þessum áformum og að starfstími leikskóla Reykjavíkurborgar yrði gerður sveigjanlegur. Hverjum og einum leikskóla yrði falið að skipuleggja lengd leikskóladagsins með þarfir þeirra foreldra í huga sem eru ekki með sveigjanlegan vinnutíma, sem og hagsmuni barna og starfsfólks.

„Þjónustuskerðing leikskólanna var ekki boðuð af nokkrum flokki í borgarstjórnarkosningunum og er andstaðan mikil við illa ígrundaða tillögu meirihlutans í borgarstjórn," segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í tilkynningu. 

Hiti var í umræðum á fundinum í dag.
Hiti var í umræðum á fundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert