Viðbúnaður vegna snjóflóðs í Móskarðshnúkum

Allar tiltækar björgunarsveitir af suðvesturhorninu hafa verið kallaðar til vegna …
Allar tiltækar björgunarsveitir af suðvesturhorninu hafa verið kallaðar til vegna snjóflóðsins. Mynd af vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins hefur verið virkjuð vegna snjóflóðs sem féll í Móskarðshnúkum í Esjunni um eittleytið í dag. Talið er að fólk hafi orðið undir snjóflóðinu og er leit hafin. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út.

Mikið viðbragð er vegna snjóflóðsins og hefur allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs verið kallað út, auk allra tiltækra björgunarsveita á suðvesturhorni landsins.

Snjóflóðið féll á göngu­leiðina upp í Mósk­arðshnjúka
Snjóflóðið féll á göngu­leiðina upp í Mósk­arðshnjúka mbl.is/Kristinn

Talið er að tveir hafi verið í fjallgöngu á svæðinu þar sem snjóflóðið féll, á gönguleiðinni upp í Móskarðshnúka. „Fyrsta verkefnið er að fara af stað í leit,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Samkvæmt Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru það sjónarvottar sem sáu flóðið falla sem gerðu viðbragðsaðilum viðvart. Ekki er talið að um mjög stórt snjóflóð sé að ræða.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Allar tiltækar björgunarsveitir af suðvesturhorninu hafa verið kallaðar til vegna …
Allar tiltækar björgunarsveitir af suðvesturhorninu hafa verið kallaðar til vegna snjóflóðsins. Mynd af vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Viðbúnaður er vegna snjóflóðs í Móskarðshnjúkum. Mynd úr safni.
Viðbúnaður er vegna snjóflóðs í Móskarðshnjúkum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert