Annar drengjanna kominn heim af spítala

Kafarar að störfum í Hafnarfjarðarhöfn eftir slysið.
Kafarar að störfum í Hafnarfjarðarhöfn eftir slysið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Annar drengjanna, sem lagðir voru inn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa lent í Hafnarfjarðarhöfn 17. janúar, er kominn heim til sín. Hinn hefur verið fluttur af gjörgæsludeild inn á Barnaspítala Hringsins.

Þetta staðfestir Rósa Kristjánsdóttir, djákni á Landspítalanum, í samtali við mbl.is fyrir hönd fjölskyldna drengjanna. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Þrír drengir voru í lítilli jeppabifreið sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði að kvöldi til föstudaginn 17. janúar. Einn þeirra komst úr bifreiðinni af sjálfsdáðum og var hann færður á almenna deild Landspítalans.

Köfurum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tókst að ná hinum tveimur drengjunum úr bílnum og voru þeir færðir á gjörgæsludeild þaðan sem þeir hafa nú verið færðir.

Fjölskyldur drengjanna vilja koma á framfæri þökkum til þeirra sem hafa stutt þær og beðið fyrir strákunum segir Rósa. Nú taki við bataferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert