Mannbjörg eftir að bátur varð vélarvana

Oddur V. Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík.
Oddur V. Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík. Ljósmynd/Otti Rafn Sigmarsson

Mannbjörg varð í nótt er sjómanni á litlum fiskibát var komið til bjargar rétt norðan við Voga á Vatnsleysuströnd eftir að hann varð vélarvana og rak hratt að landi.

Björgunarsveitir af Suðurnesjum ásamt togaranum Sóleyju Sigurjóns GK náðu að koma taug yfir í bátinn og draga hann frá við vægast sagt ömurlegar aðstæður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík.

Þar segir að þar sem sjómaðurinn hafi verið orðinn örmagna vegna sjólags og vinnu við að draga taugar á milli báta hafi björgunarsveit náð að koma einum manni yfir í bátinn til að aðstoða hann þar til í land yrði komið. 

Ákveðið var að fara með bátinn til Hafnarfjarðar og eru björgunarsveitarmenn að tínast í hús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert