Bústaðurinn sauð að innan

Fjölmargir bústaðir eru í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri. Þessi mynd er …
Fjölmargir bústaðir eru í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri. Þessi mynd er úr safni Morgunblaðsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tilkynnt var um innbrot í sumarbústað í Vaðlaheiðinni í nótt til lögreglunnar á Akureyri. Þegar að var gáð reyndist ekki vera um innbrot að ræða heldur höfðu hurðir sprungið út vegna heitavatnsleka. 

Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra höfðu menn samband við lögreglu þegar þeir komu að bústaðnum í nótt en þeir höfðu ætlað að gista þar. Sáu þeir að dyr á bústaðnum voru opnar. Fljótlega kom í ljós að svo var ekki heldur greinilegt að heitavatnslögn í bústaðnum hafði gefið sig fyrir nokkrum dögum og þar streymt heitt vatn um allt og hreinlega soðið bústaðinn. Að sögn lögreglu bendir allt til þess að bústaðurinn og allt innbú sé ónýtt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert