Nýtt skipurit í Seltjarnarnesbæ

Nýtt stjórnskipulag tekur formlega gildi 1. mars.
Nýtt stjórnskipulag tekur formlega gildi 1. mars. mbl.is/Golli

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi þann í gær tillögu ráðgjafafyrirtækisins HLH ehf., um nýtt skipurit yfirstjórnar sveitarfélagsins. Með nýju skipuriti er stjórnsýslusviðum breytt og verða þau nú fjögur: fjölskyldusvið, skipulags- og umhverfissvið, fjármálasvið og þjónustu- og samskiptasvið.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Seltjarnarnesbæjar. Þar segir að skýrsla Haraldar L. Haraldssonar ráðgjafa varðandi úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Seltjarnarnesbæjar verði kynnt stjórnendum næstu daga, auk þess sem bæjarstjórn ákvað kynna skýrsluna á opnum íbúafundi miðvikudaginn 26. febrúar kl. 19:30 í Félagsheimili Seltjarnarness.

Nýtt stjórnskipulag tekur formlega gildi 1. mars og miðar að því að æra uppbyggingu og virkni stjórnskipulags Seltjarnarnesbæjar til þess sem almennt gildir hjá sveitarfélögum af sambærilegri stærð, með því að gera rekstur bæjarins einfaldari og skilvirkari. 

Tilkynning Seltjarnarnesbæjar

mbl.is