Hætt við ófærð í byggð í fyrramálið

Þar segir jafnframt að við þessar aðstæður sé hætt við …
Þar segir jafnframt að við þessar aðstæður sé hætt við ófærð á götum í nótt og í fyrramálið. mbl.is/Árni Sæberg

Í kvöld og í nótt kemur til með að snjóa nokkuð drjúgt suðvestanlands, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, og verður blástur og skafrenningur um tíma, meðal annars á Hellisheiði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar.

Þar segir jafnframt að við þessar aðstæður sé hætt við ófærð á götum í nótt og í fyrramálið.

mbl.is