Handtökur við Hvalfjarðargöng

Samkvæmt sjónarvotti sem mbl.is heyrði frá voru að minnsta kosti …
Samkvæmt sjónarvotti sem mbl.is heyrði frá voru að minnsta kosti nokkrir lögreglubílar og einnig sérsveitarbílar sem tóku þátt í aðgerðunum í eða við Hvalfjarðargöngin á tíunda tímanum í morgun. mbl.is/Eggert

„Það fóru handtökur í gang á þessu svæði. Meira get ég ekki sagt þér,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við mbl.is um lögregluaðgerð sem átti sér stað við Hvalfjarðargöng í morgun.

Samkvæmt sjónarvotti sem mbl.is heyrði frá voru að minnsta kosti nokkrir lögreglubílar og einnig sérsveitarbílar sem tóku þátt í aðgerðunum í eða við Hvalfjarðargöngin á tíunda tímanum í morgun.

Lokað var fyrir umferð inn í göngin í stutta stund og bílaröð myndaðist við op ganganna á Kjalarnesi á meðan lögregla athafnaði sig þar á staðnum.

Búist er við því að lögregla gefi út tilkynningu vegna aðgerðanna síðar í dag.

Bílar frá sérsveit ríkislögreglustjóra sáust við Hvalfjarðargöngin í morgun. Mynd …
Bílar frá sérsveit ríkislögreglustjóra sáust við Hvalfjarðargöngin í morgun. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is