Reynslusigling Dettifoss í biðstöðu

Eimskip hefur verið með tvö gámaskip í smíðum í Kína, …
Eimskip hefur verið með tvö gámaskip í smíðum í Kína, Brúarfoss og Dettifoss. Ljósmynd/Eimskip

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Eimskip sendir menn til Kína til að reynslusigla flutningaskipinu Dettifossi, sem sjósett var í fyrra.

Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, segir að búist sé við því að Dettifoss verði afhentur um miðjan annan ársfjórðung líðandi árs.

„Við höfum ekki tekið ákvörðum um að senda starfsfólk út,“ segir hún og vísar til þess að kórónuveiran hafi sett strik í reikninginn, en Kína er skilgreint svæði með mikla smitáhættu, eins og fram kemur á vef Embættis landlæknis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert