Unnið að lausn um laun til fólks í sóttkví

Á fjórða hundrað Íslendinga sæta sóttkví vegna kórónuveirunnar.
Á fjórða hundrað Íslendinga sæta sóttkví vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld eru sammála um að tryggja þurfi greiðslur til fólks sem sæti sóttkví vegna kórónuveirunnar og hafa þessir aðilar unnið að lausn málsins síðastliðna tvo daga.

Drífa Snædal, formaður ASÍ, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, voru gestir í Kastljósi í kvöld. Þar sagði Drífa að fólk ætti að geta verið heima án þess að óttast um afkomu sína, en að ASÍ liti þó ekki svo á að það væri sjálfsagt mál að fólk væri í veikindaleyfi á meðan það væri í sóttkví.

Eyjólfur sagði SA og þau fyrirtæki sem ættu aðild að samtökunum ekki vilja að fólk fyndi sig knúið til að brjóta sóttkví af ótta um afkomu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert