Halda sig heima

Fámennt í Costco í gær.
Fámennt í Costco í gær. mbl.is/Stefán Einar Stefánsson

Fámennt en góðmennt var við afgreiðslukassa verslunarinnar Costco í gær, þar sem venjulega er maður við mann.

Svipaða sögu má segja af öðrum stöðum hérlendis sem mannmergð einkennir gjarnan en Íslendingar virðast nú þegar farnir að taka tilmælum um að halda sig heima alvarlega.

Þannig var einnig sérstaklega fámennt í miðborginni um helgina samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en nokkuð var um útköll í heimahús, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is