Öryggisbelti bjargaði ökumanni

mbl.is/Kristján Kristjánsson

Ungur maður missti stjórn á bifreið sinni á Eyjafjarðarbraut vestri, skammt frá Kristsnesi, skömmu eftir miðnætti í nótt og valt bifreiðin þrjár veltur utan vegar. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra má þakka öryggisbelti og öryggisbúnaði bifreiðarinnar að ökumaðurinn slapp ómeiddur. Grá ísing var á veginum þegar óhappið varð.

mbl.is