Blaðamenn samþykktu kjarasamning

Kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur.
Kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur.

Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti samning Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífs en rafrænni atkvæðagreiðslu lauk nú í hádeginu. Á kjörskrá voru 351 og greiddu 140 atkvæði eða 39,89%. Já sögðu 126 eða 90% og nei sögðu 11 eða 7,86%. Auðir seðlar voru 3 eða 2,14%.

Atkvæðagreiðslan stóð yfir frá hádegi þriðjudaginn 24. mars til hádegis í dag, föstudagsins 27. mars.

Kjarasamningurinn hefur því verið samþykktur og gildir til loka október 2022. 

Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélags Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert