Fjórir fá 101 milljón krónur hver

Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins en fjórir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 101 milljón króna. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Noregi, Eistlandi og Finnlandi.

Sex skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 23 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Lettlandi, Finnlandi og þrír í Þýskalandi.

Einn heppinn Íslendingur hreppti 4. vinning og fær hann tæpar 445 þúsund krónur í sinn hlut. Miðann keypti hann í Kvikk á Reykjavíkurvegi 58 í Hafnarfirði.

Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum: Euro Market á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi, einn var í áskrift og einn var keyptur á lotto.is.

mbl.is