Lögreglan lýsir eftir svörtum Ford Fiesta

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Ford Fiesta með skráningarnúmerið …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Ford Fiesta með skráningarnúmerið PDU32. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Ford Fiesta með skráningarnúmerið PDU32, en bílnum var stolið á Þrúðvangi í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag.

Sjáist bíllinn í umferðinni þá biður lögreglan fólk vinsamlegast um að hringja tafarlaust í 112, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Þá má jafnframt koma slíkum upplýsingum á framfæri í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is