Stór hluti landsins ófær

Kort/Vegagerðin

Vegir á Suðvesturlandi eru meira og minna lokaðir: Á Suðurnesjum, Reykjanesbraut, Kjalarnesi, Hellisheiði, Þrengslum og Suðurstrandarvegi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Staðan er svipuð á Vesturlandi en þar er mjög slæmt veður. Lokað við Hafnarfjall, á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Eins er víða ófært á Snæfellsnesi og Svínadalur er ófær.

Á Suðurlandi er enn víða lítið sem ekkert ferðaveður vegna hvassviðris, snjókomu eða skafrennings og slæms skyggnis. Lokað er m.a. á Eyrarbakkavegi og Gaulverjabæjarvegi vegna ófærðar.

Í varúðarskyni var ákveðið að loka veg­in­um milli Ísa­fjarðar og Súðavík­ur í kvöld. Veður­stof­an met­ur aukna snjóflóðahættu með kvöld­inu. At­hugað verður með opn­un snemma í fyrra­málið. Nán­ast all­ir veg­ir eru ófær­ir á Vest­fjörðum.

Víða er stór­hríð og veg­ir ófær­ir eða lokaðir á Norður­landi og verður ástandið svipað í dag. Veg­ur­inn um Vatns­skarð er lokaður vegna veðurs. Það sama á við um Þver­ár­fjall og Öxna­dals­heiði. Vonsku­veður er á Norðaust­ur­landi og helstu leiðir ófær­ar eða lokaðar og verða það í dag. Fjarðar­heiði er lokuð en stór­hríð er á Fagra­dal.

mbl.is