Ríkisstjórnin mælist með 56,2% stuðning

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. mbl.is/​Hari

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 56,2% og eykst um þrjú prósentustig á hálfum mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, en lækkar engu að síður um tæp fjögur prósentustig. Vinstri-græn og Píratar bæta við sig. Þetta kemur fram í niðurstöðum MMR á fylgi stjórnmálaflokka.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 23,5%, en það mældist 27,4% fyrir tæpum þremur vikum. Samfylkingin mælist nú með 14,1% og lækkar úr 14,7%. Vinstri-græn bæta hins vegar við sig 2,5 prósentustigum og mælast nú með 12,3%. Píratar hækka einnig og mælist fylgi þeirra 12,2% og eykst um tvö prósentustig milli kannana.

Graf/MMR

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 56,2% og eykst um þrjú prósentustig milli mælinga.

Könnunin var framkvæmd dagana 3. til 7. apríl og var heildarfjöldi svarenda 987 einstaklingar, 18 ára og eldri. Miðað við 1.000 svarendur í könnun sem þessari geta vikmörk verið allt að +/- 3,1%.

Niðurstöðurnar í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert