Fjárfesta fyrir tugi milljarða

Aldís Hafsteinsdóttir.
Aldís Hafsteinsdóttir. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Flest sveitarfélög landsins hafa samþykkt fjölþættar aðgerðir til að bregðast við samdrættinum sem faraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér.

Þrátt fyrir að forsendur fjárhagsáætlana hafi hrunið ætla fæst þeirra að draga í land með fjárfestingar á árinu sem ákveðnar höfðu verið og sum ætla jafnvel að auka fjárfestingar sínar til viðspyrnu vegna ástandsins, segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í Morgunblaðinu í dag.

„Mjög mörg sveitarfélög eru með gríðarlega mikið undir á árinu. Sum eru að bæta í en langflest ætla sér að halda áfram því sem þegar var ákveðið í fjárhagsáætlunum. Um er að ræða mjög háar fjárhæðir sem hlaupa á tugum milljarða sem sveitarfélögin eru að fara að fjárfesta fyrir á þessu ári.“

Aldís segir það merki um heilbrigði sveitarstjórnarstigsins að í stað þess að draga í land þegar áföll ríða yfir og tekjuvonir sveitarfélaganna bresta í núverandi ástandi ætla sveitarfélög að ráðast í framkvæmdir og aðrar aðgerðir. „Það er hrun í útsvarstekjum, við erum ekki að fara að sjá tekjur af fasteignagjöldunum og erum líka að missa þjónustutekjur. Allir þessir tekjustofnar bresta að einhverju leyti og þá er auðvitað fátt um fína drætti til fjárfestinga og reksturs, þannig að sveitarfélögin eru mörg hver að fara að keyra sig áfram á lánum núna en þau ætla að gera það í þeirri trú að þetta sé tímabundið og að við sjáum fram á bjartari tíma,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert