Undirbúa friðlýsingu Lundeyjar

Ríkulegt lífríki sjófugla er í Lundey og verpa m.a. lundar …
Ríkulegt lífríki sjófugla er í Lundey og verpa m.a. lundar þar. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirhugað er að friðlýsa Lundey á Kollafirði. Akurey var friðlýst 3. maí á síðasta ári og er það afstaða umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur að einboðið sé að friðlýsa einnig Lundey en hún er í eigu ríkisins.

Umhverfisstofnun óskaði fyrr í þessum mánuði eftir afstöðu Reykjavikurborgar til þess að hefja undirbúning að friðlýsingu Lundeyjar og tilefna fulltrúa í samstarfshóp sem vinni tillögu að friðlýsingunni og mörkum svæðisins.

Rætt var um málið á seinasta fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs í vikunni og var samþykkt bókun þar sem segir m.a. að verndargildi Akureyjar og Lundeyjar sé mikið enda sé þar ríkulegt lífríki sjófugla og varpstaður m.a. lunda sem er í bráðri útrýmingarhættu, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert