Leitar réttar síns vegna heimsóknarbanns

Gróa Ingileif Kristmannsdóttir.
Gróa Ingileif Kristmannsdóttir.

„Ég verð að leita réttar okkar hjóna vegna þess að okkur hefur verið stíað í sundur. Framkoma stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) hefur verið þannig,“ segir Ármann Ingimagn Halldórsson, vélamaður á Egilsstöðum.

Konan hans, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, dvelur á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum sem er rekið af HSA. Hún er 62 ára og er með vöðvarýrnunarsjúkdóm, er í öndunarvél og þarf mikla umönnun. Ármann gisti hjá Gróu á næturnar fram að heimsóknabanninu til að geta sinnt henni og verið hjá henni.

Hann segir að lögfræðistofa í Reykjavík sé að skoða málið. Hún hafi reynt að fá svör frá HSA og heilbrigðisráðuneytinu en lítið gengið. Ármann bendir á að framkvæmdastjórn HSA hafi ákveðið heimsóknabannið með tilkynningu. Honum finnst að banninu hafi verið framfylgt af of mikilli hörku.

„Sjálfur hef ég nánast alveg verið í sjálfskipaðri sóttkví og konan mín er ekki eldri borgari. Þetta er eina úrræðið fyrir hana hér vegna þess hvað hún er veik. Ég hef alltaf hugsað um hana, en það var ekki möguleiki að fá að heimsækja hana,“ segir Ármann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »