Knúsin í kössunum líta dagsins ljós

Systurnar Sara og Selma Rut Magnúsdætur tóku upp myndirnar í …
Systurnar Sara og Selma Rut Magnúsdætur tóku upp myndirnar í verslun Pennans/Eymundssonar í Kringlunni í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta hefur gengið rosalega vel,“ segir Sara Magnúsdóttir um verkefnið „Knús í kassa“ sem hún hleypti af stokkunum í lok apríl, þar sem yngri kynslóðin var hvött til þess að teikna fallegar myndir handa vistmönnum á hjúkrunarheimilum landsins.

Alls söfnuðust tæplega 800 myndir að hennar sögn í verkefninu. „Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum, það var mikið af knúsi og fallegum skilaboðum til eldri kynslóðarinnar okkar og mikil umhyggja í myndunum,“ segir Sara.

Stefnt er að því að sýna teikningarnar á hjúkrunarheimilunum til að gleðja heimilismenn sem hafa ekki getað fengið heimsóknir með hefðbundnum hætti síðustu vikur og mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Er nú unnið að því að flokka myndirnar áður en þeim verður síðan dreift á hjúkrunarheimili, þar sem þær verða til sýnis fyrir heimilisfólkið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka