Ákærður fyrir að kasta gosflösku í lögreglumann

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Hjörtur

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa í september í fyrra kastað hálffullri hálfslítra gosflösku úr plasti í lögreglumann.

Fram kemur í ákæru málsins að maðurinn hafi verið inni í lögreglubifreið og var lögreglumaðurinn við skyldustörf.

Málið verður þingfest í dag. Fer ákæruvaldið fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is