Lögreglu borist mikið af myndefni

Frá eldsvoðanum í Hrísey.
Frá eldsvoðanum í Hrísey. Ljósmynd/Birgir Sigurjónsson

Ekki er hægt að segja til um eldsupptök í gamla frystihúsinu í Hrísey að svo stöddu en mikill eldur kom þar upp um klukkan fimm í morgun. Slökkvilið er enn við vinnu á svæðinu til að tryggja að eldur blossi ekki aftur upp.

Þetta staðfestir rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri.

Lögregla fær vettvanginn afhentan í kvöld en rannsókn þar mun ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 

Lögreglu hefur borist mikið af myndefni, sem mun hjálpa til við rannsókn á eldsvoðanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert