Kýldi lögreglumann

Lögreglan hefur haft í nógu að snúast.
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í morgun vegna heimilisofbeldis í Vesturbæ Reykjavíkur sem endaði með því að lögreglumaður var kýldur. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þar segir að tilkynningin hafi borist kl. 07:41. Er lögregla kom á staðinn veittist húsráðandi að lögreglu og gaf lögreglumanni hnefahögg í andlitið.  

Að sögn lögreglu voru húsráðendur vistaðir í fangaklefum.

Þá segir lögreglan frá því að á tíunda tímanum í morgun hafi verið tilkynnt um innbrot í geymslur í Bakkahverfinu í Breiðholti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert