Gott ef samkeppnin lækkar pítsuverð

Verð á pítsum getur verið æði misjafnt.
Verð á pítsum getur verið æði misjafnt. mbl.is/Ásdís

„Við fögnum auðvitað allri samkeppni og sér í lagi ef hún er til þess fallin að lækka verð.“ Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og tekur þar með undir orð Þórarins Ævarssonar, eiganda pítsastaðarins Spaðans sem nýverið tók til starfa.

Þórarinn hefur gagnrýnt risann á markaðnum, Dominos, fyrir hátt verð og meðal annars bent á að fyrirtækið veiti stundum allt að 50% afslátt af verði á matseðli. „Hvernig geta þeir verið að bjóða 50% af­slátt? Það seg­ir manni að álagn­ing­in hafi nú verið ein­hver,“ sagði Þórarinn í viðtali við Morgunblaðið á dögunum.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Breki segir að verðsamanburður á pítsum geti verið flókinn. „Eins og á mörgum öðrum mörkuðum eru stærðir og skammtar mismunandi og gæðin líka,“ segir Breki. Þá leiki pítsastaðir þann leik að stilla verðinu hátt en veita ýmiss konar afsláttarkjör ef pantað er á réttum tíma og með réttum hætti. Eru sumir pítsustaðir enda „tilboðsdrifnir“ líkt og markaðsstjóri Domino's orðaði það. Slíkt flækir allan verðsamanburð, en hér verður þó gerð heiðarleg tilraun.


 

mbl.is