Umboðsmaður með ákvörðun Lilju til athugunar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umboðsmaður Alþingis er með til athugunar ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hún skipaði Pál Magnús­son sem ráðuneyt­is­stjóra í ráðuneyti sínu á síðasta ári.

Greint var frá málinu í hádegisfréttum RÚV.

Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið lög þegar hún skipaði Pál sem ráðuneytisstjóra. 

Embætti ráðuneyt­is­stjóra var aug­lýst í júní á síðasta ári og sóttu þrett­án um stöðuna. Fjór­ir voru metn­ir hæf­ast­ir af hæfis­nefnd, tvær kon­ur og tveir karl­ar. Haf­dís Helga Ólafs­dótt­ir kærði skip­un­ina en í greinagerð hennar er því haldið fram að ráðherra hafi brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að leggja gallaða umsögn hæfnisnefndar til grundvallar án gagnrýni.

Haf­dís Helga var ekki ein þeirra fjögurra sem metin var hæfust.

Í skriflegu svari Lilju frá því á þriðjudag kemur fram að hún hafi ekki talið ástæðu til að víkja frá niðurstðu hæfnisnefndarinnar. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar mbl.is leitaði eftir því í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert