Handteknir eftir líkamsárás og rán

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir karlmenn voru handteknir eftir að tilkynnt var um rán og líkamsárás í Vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi.

Samkvæmt dagbók lögreglu er málið í vinnslu.

Karlmaður var handtekinn skömmu fyrir tólf í sama bæjarhluta. Sá var í annarlegu ástandi, neitaði að segja til nafns og réðst gegn lögreglu.

Þá var kona flutt á bráðamóttöku með sjúkrabíl eftir að tilkynnt var um slys laust eftir miðnætti. Konan hafði dottið, rekið höfuðið í og svaraði ekki áreiti.

mbl.is