Krýsuvíkurvegur malbikaður

Malbikunarvinna. Mynd úr safni.
Malbikunarvinna. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnt er á að yfirleggja 3,2 km langan kafla á Krýsuvíkurvegi í dag. Veginum verður lokað á milli Hafnarfjarðar og Vatnsskarðsnámu á meðan framkvæmd stendur og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.

Áætlað er að framkvæmdir standi frá 06:00 til kl. 00:00.

Kaflinn er 3,2 km langur og verður Krýsuvíkurvegur alveg lokaður …
Kaflinn er 3,2 km langur og verður Krýsuvíkurvegur alveg lokaður milli Hafnarfjarðar og Vatnsskarðsnámu.

Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

mbl.is