Unglingsstúlkum bjargað úr sjálfheldu

Björgunarsveitarfólk er að bjarga tveimur unglingsstúlkum sem lentu í sjálfheldu í fjalllendi í Kjósarskarði úr prísundinni. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, voru fyrstu björgunarsveitarhóparnir komnir á vettvang um klukkan 15 og er verið að setja upp búnað til að tryggja öryggi stúlknanna á leiðinni niður en talsvert bratt er þarna og skriður sem eru erfiðar yfirferðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert