Lilja Alfreðsdóttir í sóttkví

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fékk neikvæðar niðurstöður þegar hún fór í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu, vegna kórónuveirusmits í nærumhverfi hennar. Hún verður í sóttkví næstu tvær vikur.

Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti í kvöld á Facebook.

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segist í samtali við mbl.is ekki vita til þess að fleiri ráðherrar séu í sóttkví.

mbl.is

Bloggað um fréttina