Dóra Ólafsdóttir 108 ára í dag, elst Íslendinga

Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið …
Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég stend enn í fæturna,“ segir Dóra Ólafsdóttir, sem fagnar 108 afmæli sínu í dag. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi, næstelst átta barna þeirra hjóna Ólafs Gunnarssonar útgerðarmanns og Önnu Maríu Vigfúsdóttur húsfreyju.

Dóra á eina systur á lífi, Þóru Soffíu, 89 ára, sem býr í Reykjavík. Dóra dvelur á hjúkrunarheimilinu Skjóli og þangað kom Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, færandi hendi um helgina með blómvönd til Dóru og tilkynnti henni jafnframt að hér eftir fengi hún Moggann frítt.

Davíð heimsótti Dóru Ólafsdóttur á Skjóli.
Davíð heimsótti Dóru Ólafsdóttur á Skjóli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún er elsti áskrifandi blaðsins og hefur verið dyggur lesandi til fjölda ára. Hún les mikið, bæði bækur og blöð, og fylgist vel með þjóðmálum. „Ég var einmitt að lesa Staksteina þegar þið komuð, og mér líkaði það vel,“ sagði Dóra við Davíð.

Alls eru nú 60 Íslendingar 100 ára og eldri, og hafa aldrei verið fleiri, að sögn Jónasar Ragnarssonar, sem sér um vefinn Langlífi, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert