Allt til fyrirmyndar í Vestmannaeyjum

Hjónin fögnuðu goslokum í góðra vina hópi um helgina.
Hjónin fögnuðu goslokum í góðra vina hópi um helgina. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Sigrún María Kristjánsdóttir, kona hans, fengu kærkomna hvíld frá kórónuveiruamstrinu um helgina og skelltu sér til Vestmannaeyja á árlega goslokahátíð, en Víðir er fæddur og uppalinn í Eyjum.

Víðir segir að sóttvarnaráðstafanir hafi verið til fyrirmyndar. „Mér fannst menn fara nokkuð gætilega að deginum til. Það var alls staðar spritt og Vestmannaeyingar mjög passasamir,“ segir Víðir og bætir við að margir hafi séð ástæðu til að benda honum á að sóttvarnir hjá þeim væru til fyrirmyndar, þegar hann gekk fram hjá.

Klukkan 23 var bænum lokað í samræmi við sóttvarnareglur en Víðir segir að hátíðargestir hafi ekki látið það angra sig. Hátíðin hafi verið öðruvísi í ár en áherslan lögð á fjölskylduskemmtun. „Það var rólegt yfir bænum um miðnætti en fólk frekar í heimapartíum,“ segir Víðir sem kíkti sjálfur í tvö slík áður en hann lét gott heita.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »