Ráðin deildarstjóri Hjartagáttar

Valdís Anna Garðarsdóttir.
Valdís Anna Garðarsdóttir. Ljósmynd Landspítalinn

Valdís Anna Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri Hjartagáttar á Landspítala frá 1. júlí 2020 til næstu 5 ára.

Valdís Anna lauk BSc námi í hjúkrunarfræði frá Aarhus Sygeplejeskolen 2003. Hún hefur starfað á Landspítala frá árinu 2004 við ýmsar deildir m.a sem hjúkrunarfræðingur á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild, bráðamóttöku við Hringbraut og Hjartagátt og sem verkefnastjóri á menntadeild frá 2013-2018 þar sem hún sá um skipulagningu og stýrði m.a. námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun.

Valdís Anna var settur deildarstjóri Hjartagáttar frá 1. júlí 2018 til 30. júní 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert