Tækifæri til virkjunar vindorku

Skáldabúðir.
Skáldabúðir.

Góðar vindaðstæður eru til reksturs vindorkuvers á landi jarðarinnar Skáldabúða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, að mati ráðgjafa eigenda jarðarinnar, og sýnileiki vindmylla yrði minni þar en víðast hvar á Suðurlandi.

Eigendur jarðarinnar Skáldabúða, sem stendur við Mástunguveg, skammt frá Stóru-Laxá, tilkynntu áform um allt að 85 MW vindorkuver vegna umfjöllunar verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Sveitarstjórn hefur nú samþykkt að kynna skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi hreppsins þar sem gert verður ráð fyrir vindorkuveri undir heitinu Hrútmúlavirkjun.

Félagið Gunnbjörn rak þar kúabú til skamms tíma en reksturinn hefur nú verið sameinaður í nýju fjósi í Gunnbjarnarholti og er ekki lengur búrekstur á Skáldabúðum.

„Það liggja tækifæri til virkjunar vindorku á þessu svæði. Vindmyllurnar kæmu niður á sléttu þar sem eru ræktuð tún. Staðurinn er nálægt vatnsaflinu sem virkjað er í Þjórsá en það vita flestir að virkjun vindorku og vatnafls fer vel saman. Þá eru sýnileiki og umhverfisáhrif með því minnsta sem hægt er að finna á Suðurlandi,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, eigandi jarðarinnar í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert