Fuglahræður vekja athygli á Kópaskeri

Vel klæddar. Fuglahræðurnar á Kópaskeri hafa vakið nokkra athygli hjá …
Vel klæddar. Fuglahræðurnar á Kópaskeri hafa vakið nokkra athygli hjá ferðalöngum. mbl.is/GSH

Margir staldra við og taka myndir af vel klæddum fuglahræðum á Snartarstöðum nálægt Kópaskeri, sem Sigurlína Jóhannesdóttir útbjó ásamt eiginmanni sínum og syni.

„Þær hafa ekki tilgang lengur í æðarvarpinu,“ segir Sigurlína, þar sem upphaflegt hlutverk fuglahræðanna var að skreyta æðarvarp á svæðinu og halda vargi fjarri varpsvæðinu. Þorpsbúar og ættingjar útveguðu hræðunum klæði á borð við lopapeysur, stígvél og buxur.

„Nú höfum við sett þær upp nærri þjóðveginum, til þess að börn sem eru á ferðalagi með foreldrum sínum geti munað eftir Kópaskeri. Þegar ég flutti á Kópasker vissi ég varla hvað það var,“ segir Sigurlína, sem vonast til þess að hræðurnar setji svip sinn á staðinn.

„Fyrst var þetta fyrir æðarvarpið en síðan fór fólk að staldra við og taka myndir. Þær gegna hálfpartinn tvennum tilgangi,“ segir Sigurlína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »