Fimm milljónir pítsa seljast á einu ári

Íslendingar eru mikil pítsuþjóð.
Íslendingar eru mikil pítsuþjóð.

Samkvæmt úttekt ViðskiptaMogga á íslenskum pítsumarkaði seljast um fimm milljónir pítsa á pítsustöðum landsins árið um kring. Sé miðað við að pítsa kosti 2.500 kr. nemur heildareyðsla hér á landi í pítsur um 12,5 milljörðum króna.

Að sögn Birgis Arnar Birgissonar, forstjóra Domino's, er samkeppnin á pítsumarkaði gríðarleg og hafa 50 nýir staðir komið inn á skyndibitamarkaðinn frá 2018.

„Sem er auðvitað langt umfram fjölgun maga sem þarf að metta og þýðir einfaldlega að peningurinn sem fer í skyndibita er að dreifast á fleiri. Það er alveg ljóst að það eru mjög margir í ósjálfbærum rekstri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert