Mun færri viðstaddir innsetningu forseta

Innsetning. Ákvörðun um færri gesti var tekin að höfðu samráði …
Innsetning. Ákvörðun um færri gesti var tekin að höfðu samráði við sóttvarnalækni. 80 manns verða viðstaddir. mbl.is/Freyja Gylfa

Um 270 manns voru viðstaddir innsetningarathöfn Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands árið 2016.

Í ár verða þeir aðeins um áttatíu talsins, en vegna hættu á smiti kórónuveiru hefur verið ákveðið að haga athöfninni með öðrum hætti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það yrði gríðarlegt áfall ef upp kæmi sýking,“ segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri skrifstofu yfirstjórnar forsætisráðuneytisins. „Við munum gera allt til að halda þessu í lágmarki. Það eru ýmsir embættismenn sem ekki fá boð að þessu sinni og það sama á við um formenn margra félagasamtaka. Þessu er skipt niður í nokkra flokka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »