Biðlar til fólks að fresta útilegum

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Árni Sæberg

„Við þurfum að standa saman og tækla þetta af ábyrgð,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundi þar sem hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar voru kynntar. 100 manns mega koma saman frá hádeginu á morgun.

Víðir sagði að aðgerðir gegn veirunni hafi gengið vel í vetur vegna þess að gripið var til harðra aðgerða strax og sama þurfi að gera núna.

„Ef þú ert veik, eða veikur, vertu heima. Jafnvel þótt einkennin séu smávægileg,“ sagði Víðir. Hann bætti því við að fólk ætti að mæta í skimun ef það fengi boð um slíkt. Hann minnti enn fremur á einstaklingsbundnar sóttvarnir sem allir eiga að kunna.

Víðir hvatti fólk til að eiga rólega verslunarmannahelgi og biðlaði sérstaklega til unga fólksins í því samhengi.

„Við verðum að láta útilegur bíða um helgina. Verum heima með fjölskyldunni.“

Hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á hádegi föstudaginn 31. júlí.
Hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á hádegi föstudaginn 31. júlí. Graf/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert