Fær rúmlega 32 milljónir í vinning

Einn miðahafi var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og gekk því fyrsti vinningur út en hann hljóðaði upp á rúmlega 32 milljónir króna.

Miðinn var seldur í N1 í Skógarseli í Breiðholti.

Þrír aðrir fá annan vinning sem hljóðaði að þessu sinni upp á tæpar 600 þúsund krónur, og fær hver um sig því tæpar 200 þúsund krónur.

Voru þeir miðar seldir á N1 að Hringbraut, Krambúðinni í Hafnarfirði og á lotto.is.

Alls voru tíu með fjórar réttar tölur í Jókernum og fær hver í sinn hlut hundrað þúsund krónur.

mbl.is