28 sjúkraflutningar í nótt

Nýr sjúkrabíll slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Nýr sjúkrabíll slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 28 sjúkraflutningum í nótt og af þeim voru tveir flutningar þar sem grunur leikur á að um COVID-19-smit hafi verið að ræða, að sögn varðstjóra í slökkviliðinu.

Þetta eru mun færri COVID-19-sjúkraflutningar en á dagvaktinni í gær en þá voru þeir orðnir sjö talsins um klukkan 15. Síðastliðinn sólarhring voru COVID-19 tengd verkefni því níu talsins. 

mbl.is