Kalt, hvasst og kaflaskipt sumar

Rigning. Kalt loft hefur verið í háloftunum og hámarkshiti lítill …
Rigning. Kalt loft hefur verið í háloftunum og hámarkshiti lítill á jörðu niðri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sumarið hefur verið kaflaskipt og það hefur verið laust við meiri háttar hitabylgjur, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, spurður um veðurfarið í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að kalt loft hafi verið í háloftunum síðan um miðbik síðasta mánaðar, og að um leið og heitt loft hafi nálgast hafi lægðir myndast. Þá hafi ekki verið óalgengt að hiti hafi aðeins verið í kringum fimm til sjö stig suma daga.

„Þetta tengist með beinum og óbeinum hætti miklum hita sem var hjá Rússlandi, inni á Norður-Íshafi,“ segir Einar, en bætir við að ekki sé búið að vera leiðinlegt veður í allt suimar.

„Það hafa komið margir góðir dagar, sérstaklega framan af sumri þegar hitinn var að fara yfir 20 stig dag eftir dag. En síðustu tvær til þrjár vikur hefur hámarkshiti verið heldur lítill miðað við það sem við höfum séð undanfarin sumur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert